ÁRSHÁTÍÐIR

Ef þið eruð í skemmtinefnd þá er algjör óþarfi að halda endalausa fundi og fara því næstum því yfir um við undirbúninginn.

Fyrir utan það að útvega fyrsta flokks þjóna og barþjóna fyrir árshátíðina þá förum við létt með að gefa ykkur hugmyndir og meðmæli sem samræmast árshátíðinni sem þið sjáið fyrir ykkur.

Ef þið óskið eftir því þá getum við líka sett upp tilboð sem innifelur allt frá veitingum og þjónustu yfir í skemmtiatriði og salaleigu. Allt í einum pakka.

Hafið bara samband og við gerum ykkur gott tilboð hvort sem óskað er einungis eftir þjónum eða fleiru.