BARÞJÓNAR

Ásíðustu árum hafa kokteilar orðið gífurlega vinsælir enda gera þeir öll partý aðeins betri.Í Veisluþjóna teyminu erum við með nokkra af bestu kokteilbarþjónum landsins, töframenn sem geta hrist fram hvaða drykk sem þér dettur í hug.

Langar þig í ískaldan French 75? Mjúkan viský sour eða Moscow Mule? Snillingarnir okkar kunna þetta allt og meira til enda með þeim flottustu í faginu. Sumir hafa unnið til verðlauna í barþjónakeppnum og allir hafa þeir unnið við þetta á flottustu veitingahúsum landsins.

Kokteilbarþjónar eru mjög eftirsóttir í dag svo við bendum sérstaklega á að hafa góðan fyrirvara ef þú vilt fá kokteilbarþjón í veisluna þína.