Eins og með allt annað getur reynslan skipt miklu máli ef vel á að takast með góða veislu.
Við hjá Veisluþjónum höfum skipulagt fjöldann allann af ólíkum viðburðum: Allt frá erfidrykkjum, lautarferðum og fermingarveislum yfir stórar brúðkaupsveislur, fjölmennar árshátíðir og hverskonar stórafmæli.
Hvort sem viðburðurinn þinn er stór eða lítill getum við ráðlagt þér með allt frá undibúningi veislunnar þar til búið er að þrífa síðasta glasið og skella salnum í lás.
Kostnaðaráætlun
Pottréttur og flippaður amatör trúður, hambogarar og brekkusöngur eða kampavín, þriggja rétta Michelin máltíð og Elton John? Við hjálpum þér að gera raunhæfa kostnaðaráætlun fyrir veisluna.
Gestafjöldi og salur
Hvaða salur hentar veislunni minni? Hvort sem til stendur að halda rómantískt sveitabrúðkaup með nánustu ættingjum og vinum eða fullkomið fimmtugsafmæli þá þekkjum við alla salina út og inn.
Skreytingar
Á ég að kaupa eða leigja borðbúnað og skraut? Hvað með blómaskreytingar eða blöðrur? Hvar eru bestu verðin? Við kunnum svörin við öllu þessu og hjálpum einnig við að skreyta sali og stilla upp.
Leiga á borðbúnaði
Leiga á borðbúnaði: Er einhver sem býður upp á aska og trog og að drukkið sé úr hornum eða alvöru kristal og gyllt hnífapör? Við finnum það sem þig dreymir um.
Veitingarnar
Hvað þarf ég að kaupa mikið af mat og víni per gest? Þetta getur verið mjög mismunandi en hefðbundið viðmið má sjá í spurt og svarað. Svo gæti verið að gestirnir þínir séu bæði stórir og sterkir gleðimenn eða litlir og matgrannir góðtemlparar og þá er rétt að taka mið af því.
Tímalína
Hvað ætti að líða langur tími á milli fordrykks og þar til maturinn byrjar? Hvenær ætti brúðarvalsinn að byrja? Hvað með skemmtiatriðin? Við setjum upp tímalínu fyrir veisluna þína svo að allt gangi smurt og fumlaust fyrir sig.
Skemmtiatriði
Viltu lágstemmdan jazz, harmonikkuleik, sekkjapípur, uppistand, dansatriði eða dúndrandi hressan DJ? Eftir að hafa sinnt ótal mörgum veislum af öllum stærðum og gerðum höfum við kynnst öllum skemmtilegustu veislustjórum, plötusnúðum og skemmtikröftum landsins og förum létt með að koma ykkur í samband.