Hvað þarf marga þjóna í veisluna? | |
1 þjón miðað við 25 manns í sitjandi borðhaldi þar sem þjónað er til borðs. 1 þjón miðað við 30 gesti í sitjandi borðhaldi með hlaðborði. 1 þjón miðað við 40-45 gesti í standandi veislu með pinnamat og léttvíni. | |
Hvað eigum við að kaupa mikið áfengi? | |
Það fer svolítið eftir því hversu miklir stuðboltar gestirnir eru en almennt er miðað við tvö glös af freyðivíni á gest, þrjú og hálft af léttvíni og tvo til þrjá litla bjóra í brúðkaupsveislum. Í kokteilboðum er miðað við tvö glös af léttvíni á gest og tvo litla bjóra. | |
Hvað þurfum við mikinn mat? | |
Það er mikilvægt að hafa í huga hvenær dagsins boðið á að vera. Ef þú ert með boð milli fimm og sjö þá þarf ekki fulla máltíð til að allir séu glaðir. Yfirleitt nægir að bjóða upp á þrjá til fjóra bita af smáréttum á mann. Ef boðið er á milli sex og níu mæta gestirnir yfirleitt svangir og gera ráð fyrir því að fá eitthvað meira að borða. Þá ættu sirka tíu til tólf bitar að vera nóg. | |
Hvað kostar þjónustan? | |
Tímagjaldið fyrir þjóna getur verið mismunandi eftir umfangi veislunnar og hvað hún á að standa lengi. Endilega sendu okkur fyrirspurn á veislutjonar@veislutjonar.is og við gerum ykkur tilboð um hæl. Fyrir þaulreyndan kokteilbarþjón er lágmarksgjaldið 22.390 kr + vsk. miðað við kls. Eftir það er gjaldið 7.490 kr. pr kls. | |
Eruð þið til í að koma út á land? | |
Já að sjálfssögðu! Akstursgjaldið er 760 kr pr 10km mv. 100 km akstur. |