Viðskiptavinir Veisluþjóna

Viðskiptavinir okkar eru bæði fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, sem og einstaklingar. Meðmæli frá einstaklingum má finna hér á síðunni og á Facebook en hér eru falleg orð frá bæði Hafliða í Kokkalandsliðinu og Hannesi í Pink Iceland. Við störfum líka mikið fyrir Saga Events, Kviku banka, á Hótel Borealis, í Hljómahöllinni, með Soho veitingum og Lux og fyrir marga, marga fleiri.

“Veisluþjónar hafa aðstoðað Kokkalandsliðið við viðburði á okkar vegum og staðið sig afskplega vel og leyst þjónustuna með glans og brosi á vör”

HAFLIÐI HALLDÓRSSON – STJÓRNARFORMAÐUR ÍSLENSKA 

“Við í Pink Iceland höfum verið þess heiðurs aðnjótandi að fá að vinna með Evu og veisluþjónum í þó nokkrum veislum og erum gríðarlega ánægð með fagmennsku hennar og starfsfólksins hennar. Við finnum fyrir því að þarna liggur mikill metnaður að baki og það skín í gegn í þeirri þjónustu sem við höfum fengið. Við viljum líka sérstaklega taka fram að allur undirbúningur og samskipti áður en viðburður fer fram hefur verið til fyrirmyndar. Það skiptir okkur miklu máli að allir séu á sömu blaðsíðu þegar ’stóra kvöldið’ rennur upp.”V

HANNES PÁLSSON MEÐEIGANDI PINK ICELAND